Félagsvísindastofnun kannaði kosningahegðun í kjölfar forsetakosninga 2016. Helstu niðurstöður voru þær að munur á könnunum fyrir kosningar og úrslitum kosninganna skýrðist af því að margir kjósendur völdu Höllu Tómasdóttur á síðustu dögum kosningabaráttunar. Heiðarleiki, hæfni í samskiptum við þjóðina og almenn framkoma voru þau atriði sem skiptu mestu við val á frambóðanda, en kynferði, maki og stjórnmálaskoðanir frambjóðandans skiptu minnstu. Könnunin byggði á rannsókn sem gerð var við kjör Ólafs Ragnars Grímssonar árið 1996. Því er hægt að greina helstu niðurstöður vegna kosninganna í sumar og bera niðurstöðurnar saman við gögnin sem safnað var eftir kjör Ólafs Ragnars.

Hafsteinn Einarsson, verkefnastjóri á Félagsvísindastofnun, ræddi könnunina í Morgunútvarpinu á Rás 2. Heyra má viðtalið á eftirfarandi vefslóð, en það hefst þegar 51 mínútur eru liðnar af þættinum http://ruv.is/sarpurinn/ras-2/morgunutvarpid/20160912.

Lesið skýrslu um niðurstöður könnunarinnar.