Rannsóknir
Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands er rannsókna- og fræðastofnun sem sinnir rannsóknum og ráðgjöf á sviði félagsvísinda. Um tveir þriðju rannsóknaverkefna Félagsvísindastofnunar er í samstarfi við starfsfólk og stjórn Háskóla Íslands.
Félagsvísindastofnun gerir rannsóknir og kannanir fyrir fjölmarga aðila, á íslenskum og alþjóðlegum vettvangi, svo sem ráðuneyti, stofnanir og fyrirtæki sem og ýmis félagasamtök, hagaðila og fræðimenn.
Meðal verkefna Félagsvísindastofnunar má nefna rannsóknir og kannanir á sviðum velferðarmála, menntamála, kjara- og atvinnumála, efnahagsmála, menningarmála, stjórnmála, umhverfismála, samgöngumála, jafnréttismála og alþjóðamála.
Auk þess sinnir Félagsvísindastofnun kennslu og ráðgjöf innan háskólans og utan.
Nánari upplýsingar má fá hjá verkefnisstjórum Félagsvísindastofnunar í síma 525 4545 eða með tölvupósti á netfangið felagsvisindastofnun@hi.is.
Spurningalistakannanir
Félagsvísindastofnun hefur áratuga reynslu af framkvæmd spurningalistakannana. Við getum séð um ferlið frá A-Ö, allt frá spurningalistagerð til tilbúins gagnasafns. Einnig er í boði að leggja fyrir tilbúinn spurningalista. Algengt er að leggja fyrir vefkönnun ef listi yfir netföng er til staðar. Í tilfellum þar sem netfang er ekki til staðar nýtum við spyrlaver okkar til að hringja í þátttakendur. Með að smella á hlekkinn hér efst í textanum, má sjá nánari upplýsingar um kannanir í boði.
Viðtalsrannsóknir
Viðtalsrannsóknir eru eigindleg rannsóknaraðferð. Viðtalsrannsóknir eru notaðar ef markmiðið er að grafast fyrir um hvaða merkingu eða skilning fólk leggur í ákveðna hluti. Dæmi um rannsóknir af þessu tagi eru einstaklingsviðtöl, umræðukannanir og rýnihópar.
Almenningssamráð
Almenningssamráð byggja á upplýstu samtali allra hlutaðeigandi aðila s.s. almennings, hagsmunaaðila, félagssamtaka, stjórnvalda o.fl. og tryggja gagnsæi, hagkvæmni og skilvirkni málsferla.
Ráðgjöf
Á Félagsvísindastofnun starfa sérfræðingar í eigindlegri og megindlegri aðferðarfræði. Við veitum ráðgjöf í spurningalistagerð, úrvinnslu gagna og öðru.