Laus störf
Laus störf
Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands óskar eftir spyrlum í símaver. Starfið felst í því að hringja í fólk og leggja fyrir spurningakannanir. Unnið er á vöktum kl. 17-21:30 virka daga og 12–18:00 um helgar.
Tekið er á móti umsóknum/ fyrirspurnum í felagsvisindastofnun@hi.is eða í síma 525 4545.
Skemmtilegt og lifandi aukastarf í boði!
Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands óskar eftir fólki í verktakavinnu í febrúar, mars og apríl. Um er að ræða spyrlastarf sem felur í sér að leggja spurningakönnun fyrir fólk á höfuðborgarsvæðinu. Könnunin (European Social Survey) er alþjóðleg og meginmarkmið hennar er að skoða viðhorf almennings til samfélagslegra málefna. Við leitum að fólki, 20 ára og eldra, sem getur starfað sjálfstætt, og er gott í mannlegum samskiptum. Spyrlar þurfa að hafa aðgang að bíl og nota eiginn snjallsíma og fartölvu eða spjaldtölvu.
Umsóknir og fyrirspurnir sendist á felagsvisindastofnun@hi.is (s. 525 4545).
Á starfatorgi má sjá lista yfir laus störf hjá ríkinu. Lausar stöður hjá Félagsvísindastofnun verða auglýstar á starfatorgi ásamt síðu Félagsvísindastofnunar.